Ég hef verið að spá, hvað er ást?
Vísinda menn segja að maður laðist að öðru fólki vegna hormóna, en er það ekki bara kynferðislegt?
Við sækjumst í kynlíf vegna frumþarfar okkar að fjölga okkur en afhverju vilja sumar verur para sig saman til lífstíðar, það hefur væntanlega ekkert að gera við æxlun okkar. Afhverju er gott að láta faðma sig eða kyssa, eða að láta manneskju sem maður elskar einfaldlega tala fallega til manns?
Einhver orðaði það þannig að einhverntíma hefðu menn verið með 2 hausa, 4 hendur og 4 fætur og að guðirnir hefðu skipt mönnunum í tvent og að eftir það leitist maðurinn við að para sig saman við aðrar manneskjur til að verða heilir aftur.
Þó svo að þetta sé kanski ekki hin fullkomni sannleikurfyndist mér gaman að fá einhverskonar hugmyndir frá fólki.
Hvað er það sem vekur þessa skrítnu tilfinningu í iðrum líkamans sem fyllir mann þrá og löngun eftir að elska og vera elskaður.

Með kærri kveðju
fyllirafturinn og vitleysingurinn
knusmus