Þegar ég vakna á morgnana velti ég stundum fyrir mér, til hvers er ég að lifa í dag? Dagurinn verður alveg eins og allir hinir, ég vakna, fer í skólann, kem heim, hitti vini mína og fer að lokum að sofa. Svo horfi ég kannski á sjónvarp þess á milli og borða og geri kannski eitthvað meira. Er einhver tilgangur með þessu lífi. Hefur lífið engan tilgang. Ég finn hann ekki alltaf. En hann hlýtur að vera þarna! Það eru svo margir aðrir sem lifa lífi sínu eins og ég, og aðrir sem gera minna eða meira með líf sitt. Það verður að vera tilgangur með lífinu. Það gæti verið að ég viti hver tilgangurinn er innst inni, en geri mér ekki grein fyrir honum.
Ætli það sé eitthvað sem ég tek ekki eftir sem skiptir það miklu máli að það gefur lífinu tilgang. Ætli hver og einn hafi sér tilgang með lífinu? Þá skiptir ekki miklu máli fyrir mann að vita tilgang lífsins, heldur yrði spurningin þá að vera hver er tilgangur lífs þessa og þessa einstaklings eða bara hver er tilgangur einstaklingsins? Sumir segja að manneskjan sé gerð úr þremur meginþáttum sem eru líkami, sál og andi. Ætli hver og einn þessara þátta hafi einhvern tilgang í lífinu? Eða er einn tilgangur fyrir manneskjuna í heild sini óháð þessum þremur þáttum? Hver væri þá tilgangur hinna ýmsu þætti manneskjunnar?

Enginn líkami er alveg eins, en getur þá verið sérstakur tilgangur fyrir sérvern líkama? Það gæti samt verið að maður eigi að vera í góðu líkamlegu formi. Það gefur víst einhverja ánægju að vera í líkamlegu formi. En er það þá ekki ósanngjarnt því að gen sérhvern einstaklings hefur mikið að segja með hvernig líkamsbygging einstaklingsins er og verður. Sumir eru mjóir og hávaxnir fram á fullorðinsaldur en aðrir eru ávallt í feitara lagi. Getur tilgangur lífsins verið eitthvað sem er miserfitt að ná eftir einstaklingum? Kannski er það þannig, og maður þarf að leggja mishart á sig við að uppfylla tilgang lífsins. En er það einhver tilgangur að vera í líkamlegu formi? Gæti alveg verið, en það er líklega öðruvísi tilgangur en maður býst við. Maður á þá kannski að fara að reyna að stunda meiri líkamsrækt, verða sterkari og hafa meira þol til að uppfylla þennan tilgang. Maður getur samt lent í vandræðum því að maður veit ekki hve miklu formi maður á að vera í. Maður á kannski að vera í nógu miklu formi til að geta séð um sig sjálfur eins og maðurinn gerði fyrr á tímum.
En hvernig er þá félagslegi tilgangurinn? Er það að verða vinsælastur í skólanum, í borginni, á landinu eða jafnvel í heiminum? Nei, það geta ekki allir verið vinsælastir á þessum stöðum og það hlýtur að vera eitthvað sem allir geta uppfyllt. Á maður að reyna að eignast marga vini og vera traustsins verður. Vera einstaklingur sem hægt er ávallt hægt að treysta. Eða á maður kannski að reyna að vera í góðri stöðu innan einhverra félaga. Þá þarf líklega að vera þekktur og vera traustsins verður. Er það kannski að vera í góðri félagslegri stöðu, traustsins verður og vinsæll? Kannski er það allt þetta, kannski ekkert.
Hver er svo hin andlegi tilgangur lífsins? Hin ýmsu trúarbrögð hafa að minnsta kosti ýmsar kenningar um hver tilgangur lífsins kann að vera. Kristin trú segir stundum að maðurinn hafi verið skapaður til samfélags við Guð. Ætli þetta sé satt? Það gæti alveg gengið. Guð hefur þá verið einn í heiminum og ákveður að skapa einhverja lífveru í sinni mynd, með lífsanda eins og sjá má í byrjun Biblíunnar. Hann hefur getað talað þá við þennan mann og átt samfélag við hann. En svo skapaði hann konuna fyrir manninn. Þá vandast málið. Af hverju gerði Guð það? Adam hafði liðið illa og verið einmana, samfélag við Guð var kannski ekki nóg til að gleðja hann. Þá skapaði Guð konuna fyrir manninn. Guð vildi þá líklega að maðurinn væri ánægður með lífið sitt. En hvað þurfum við þá til að fá hamingjuna? Hvar er þessi gleði sem Guð vill að við eigum? Ætli hún sé í samfélagi við aðra menn. Er þá tilgangur lífsins að lifa í samfélagi við Guð og menn? Hvað segja önnur trúarbrögð um þetta? Er þetta ekki svipað hjá Gyðingdómnum þar sem að það eru sömu ritningar sem eru notaðar í Tóru og Biblíuna. Ef maður er Islam trúar þá eru einnig hlutir sem þarf að fylgja til að komast á betri stað eftir lífið. En svo er líka sums staðar verið að bíða eftir næsta lífi. Þá reynir fólk að vera nógu gott til að verða eitthvað gott í næsta lífi. Er tilgangur lífsins þá að vera nógu góður við aðra að maður haldi áfram að vera gáfaðasta lífvera á jörðinni, maður? Eða eru kannski einhverjar aðrar lífverur sem eru gáfaðri og vita þá svarið við þessari spurningu? En hvernig erum við þá nógu góð? Eigum við að selja allar eigur okkar og gefa fátækum? Kannski ekki, en við þurfum líklega að vera góð við alla sem við hittum og sjáum, vera tilbúin að veita hjálparhönd. En ef við erum þessi sem þarf hjálparhönd, hvernig eigum við þá að vera góð. Kannski erum við góð með að leyfa öðrum að vera góð við okkur og hjálpa öðrum að hjálpa okkur. Einnig er ásatrúin, þar sem fólk vill helst komast í Valhöll til að lifa þar ásamt Óðni og hinum æsunum. Er það þá tilgangurinn, að komast í Valhöll til að berjast og drekka og borða alla daga? En ef að manni finnst ekki gaman að berjast? Á maður þá ekki samt að stefna að því að komast í Valhöll?

Í leitinni að tilgangi lífsins hef ég fundið fleiri spurningar en svör. Kannski er rétta svarið þarna einhvers staðar. Kannski er svarið í undirmeðvitundinni en ég næ ekki að veiða það uppúr. En líklega hef ég ekki hugmynd um hver tilgangur lífsins er og mun aldrei finna útúr því. Síðan er það þannig að ef hver og einn hefur sinn tilgang með lífinu þá er best fyrir mig að leita bara að mínum eigin. En ég þarf bara að fatta hvar.
<u>Kveðja-