Ef að þið vissuð fyrir víst að allt sem að kemur fyrir ykkur sé fyrirfram ákveðinn hlutur og að þið gætuð alls ekki á nokkurn hátt haft áhrif á hlutina mynduð þið virkilega vilja fara á fætur á morgnana.
Hver væri tilgangur þessa alls nema ef að lífið væri lærdómur. Ekki lærdómur þar sem að þú ert sett/ur í aðstæður sem að þú gætir á engann hátt breytt.
Væri ekki eðlilegra að lífið snérist um það að læra af samhenginu á milli orsakar og afleiðingar. Ef að við svo gerum ráð fyrir því að lífið miðist við framþróun og þroska, þá lærir maður mikið t.d á því að gera mistök og hljóta afleiðingar. Svo gerir maður ekki sömu mistök og hlýtur aðra afleiðingu gerða sinna. Þannig er hægt t.d að læra betra hegðunarferli og fleira. Ef að maður t.d er latur og nennir ekki að vinna þá verður hann skuldum vafinn og áhyggjufullur.
Viðkomandi kannski lærir af því og tekur sig á. Fer að vinna og borgar niður skuldir sínar. Öðlast fjárhagslegt sjálfstæði og áhyggjurnar hverfa.
En það er einn galli á þessari hugmynd. En hún er sú að stundum í lífinu þá lendir maður í aðstæðum sem að eru ekki orsök gerða okkar en eru engu að síður erfiðar. Oft getur þá verið erfitt að sjá einhvern lærdóm eða eitthvað gott úr sumum hlutum. Kannski fæst aldrei svar við því.