Hvort sem við vinnum vel, eignumst fínt hús, pening, fjölskyldu eða gerum ekki neitt, þá er endirinn alltaf alveg eins, við deyjum.

Ég tel að dauðinn sé endirinn á lífinu, ekkert framhald. Mitt álit á því að fólk trúir á guð, fólk trúir á guð og margir himnaríki, að það sé líf eftir dauðann. Það er bara leið til að hræðast ekki dauðann, að trúa ekki að það sé endirinn, að það sé meira eftir. En innst inni erum við hrædd við það sem við þekkjum ekki. Hví getum við þá ekki bara hætt að drepa, bara hætt? Hér er ein staðreynd, hættulegasta skepnan á jörðinni erum við sjálf, við drepum hvort annað og dýr en oftast dýrin til að borða. Hugsið ykkur, við hér á Íslandi, þessu litla friðsæla hlutlausa landi, við getum ekki einu sinni ímyndað okkur börn sem eru kannski 14 ára gömul og hafa aldrei upplifað eina viku án þess að heyra skothvelli, þurfa að lifa við þennan stanslausa ótta. Þau vakna kannski einn morguninn við að þau þurfa að flýja húsið sitt, og síðan eftir smá stund vera skotin af einhverjum aðila sem þau þekkja ekki. Þá er lífið búið fyrir það barn, ekkert meir, búið. Eða að deyja úr niðurgangi vegna næringarskorts sem er algengt í sumum löndum.

Ég ætla að reyna að njóta hvers dags sem ég hef eftir þó að þeir séu líklega margir, eða hvað?