Svona áður en ég byrja þessi skrif, þá vill ég byðjast afsökunar á öllum stafsetningarvillum sem kunna að leynast þarna.
Það sem ég er að fara að segja þarf ekki að vera neitt nýtt, ja eða merkilegt. En þetta er allavega nýtt fyrir mér og það er það sem skiptir máli, ekki satt.

Margir hafa spurt sig hver tilgangur lífsinns sé. En enginn hefur komist að niðurstöðu, eða hvað.
Gæti ekki verið að allir þessir hugsuðir, hafi haft rétt fyrir sér?

Ef við spáum í orðinu ‘tilgangur’ þá er það að vísa til notagildi þessara hlutar, tilfiningar eða hvað það er, sem verið er að tala um. Sem dæmi, þá er tilgangur tára að halda augunum hreinum og tjáningar form sem getur bæði sýnt gleði og sorg.

En tilgangurinn þarf ekki endilega að vera alltaf sá sami, þó svo það sé verið að tala um sama hlutin.
Tökum sama dæmið, hver tilgangur lífsinns sé. Það er hægt að leggja þessa spurningu fram á tvo vegu.
Hver tilgangur lífsinns sé, séð frá okkar bæjardyrum. Eða hver tilgangurinn sé, séð frá bæjardyrum heimsinns. Hmm… ?
Ja sko, sjáum til. Ef að við gáum hver tilgangurinn sé, ef við horfum á hann útfrá heiminum. Þá tel ég tilganginn vera að koma erfðaefnum sínum áfram og hjálpa okkar tegund að komast nær fullkomnun (sem aldrei er hægt að ná). Frekar leiðinlegur tilgangur það, ekki satt?
En við skulum þá prufa að gá hver tilgangurinn lífsinns sé, sem einstæklingur. Ætli sá tilgangur sé ekki jafn fjölbreytilegur og mannkynið allt og síbreytilegur. Sem dæmi þá stefni ég á það að eignast barn og hafa hreint fyrir mínum dyrum, þegar ég fell frá. Skila jörðinni frá mér í sama ástandi og vonandi betri ástandi en ég fékk hana.
En sumir gætu talið tilgang síns lífs að eiga tjaldvagn, jeppa og hjákonu í hverjum landsfjórðungi. En þá verður bara að virða þeirra tilgang og samþykkja það, að hann sé alveg jafn gildur og okkar eigins.

Ég er svona að spá í að hætta að skrifa og fara að leita að hamingjunni.

Kv. BaldvinMa