ATH. Ég ber enga ábyrgð á því ef að einhverjum öðrum hefur dottið þetta í hug!!! (Munið þið líka að taka þessa grein ekki of alvarlega ;)

Hmm… nú eruð þið líklega flest inni. Inni í húsi (þar sem þið eruð í tölvunni að lesa þessa grein). Ég var kominn með mikinn svefngalsa með vini mínum þegar mér datt í hug að við værum inni í húsinu mínu. Það hlaut að vera mörg hundruð þúsund skipti sem ég hef farið inn og út. INN í húsið mitt, ÚT úr húsinu mínu, INN í bílinn minn, og ÚT úr bílnum aftur. Þið haldið kannski að ég sé ekki heill á geði, en þar sem ég skrifa þessa grein núna heima hjá mér, inni í húsinu mínu, hef ég aðeins farið einu sinni oftar inn. Bíðið þið aðeins…….. kominn aftur. Ég fór út á lóð og aftur inn. Núna hef ég líka farið einu sinni oftar inn, en á meðan ég var úti, hafði ég farið einu sinni oftar út.

Meikar þetta sens hjá mér? Hefur einhverjum öðrum dottið þetta í hug?

Ég veit að mörg ykkar farið kannski að hugsa út í það hvort ég hef rangt fyrir mér. En er þetta ekki rétt? Sko, ég veit þið farið kannski að hugsa út í það hvað teljist inn og út. Hvort það teljist að fara inn í annað herbergi þegar maður er kominn inn í húsið sitt. Hvort það teljist með ef maður færi inn í hálfgerðan kassa, s.s. hús með engu þaki. Ef svo væri, væri útreikningur minn kolvitlaus. En það telst ekki með. Það telst aðeins með ef maður hefur farið út undir bert loft, að þið farið út aftur. Svalir: það telst líka með sem innanhúss. Þú þarft að hafa farið út um dyrnar og ofan á gangstétt/gras sem er fyrir utan (að hafa stokkið út um gluggann telst líka með ;).

Svo hvort sem þið hafið farið út einu sinni oftar en inn, eða inn einu sinni oftar en út… hafið þið alltaf farið einu sinni oftar út/inn. Sama hvort þið hafið gert það mörg hundruð þúsund sinnum. Þið hafið alltaf farið einu sinni oftar inn (þar sem það sé líklegast að þið séuð inni að lesa þessa grein núna).

Kv.
Kexi

Pæliði í þessu… hvert sem vegirnir liggja.

E.S. Afsakið klaufavillur og/eða stafsetningavillur í greininni. Ég var eilítið að flýta mér.
_________________________________________________