Ég er einn af þeim sem að get sest niður heima í stofunni og farið að velta fyrir mér spurningum sem að hinn meðalmaður spáir ekki einu sinni í. Þess vegna er ég kannski að skrifa grein hér á Heimspekiáhugamálið. Þegar að ég var lítill þá átti ég það til að ýminda mér hluti og búa til hinar einkennilegustu sögur og átti auðvelt með að búa til heilu leikina fyrir hóp af krökkum. Ýmist vorum við félagarnir riddarar að drepa dreka eða ef það var snjór þá vorum við í framandi landi á annari plánetu að leita að földum fjarsjóðum í íshellum.
Ég man eitt sinn eftir því að ég var á göngu að vetri til rétt eftir kvöldmat og algjörlega stjörnubjart úti. Ég fór að hugsa um það hvað myndi gerast ef að ég myndi bara svífa upp. Og því meir sem að ég hugsaði um þetta því meir fannst mér það raunverulegra.

Nú er ég orðinn töluvert eldri eða 25 ára gamall. Vitið þið hvað ég er enn að spá í svona hlutum eins og hvernig var jörðin til?
Hvar var ég áður en ég fæddist?
Ef að ég held endalaust áfram í eina átt, hvar enda ég þá?
Og ef að ég enda einhvers staðar þá hvað er fyrir utan það?
Hvað verður um okkur þegar að við deyjum?

Ég elska kvikmyndir eins og The Others, Mothman Prophecies, Truman Show, The Matrix og allar myndir eftir Steven Spielberg. Ég les allt sem að ég kemst yfir um andleg mál og get alls ekki hætt að pæla í þessum hlutum.

Hafið þið aldrei fengið á tilfinninguna að svarið við þessum spurningum sé miklu nær ykkur en að þið haldið?

Kannski er þetta ekki svona flókið allt saman og margir vilja vera láta?

Ætli okkur sé ætlað að vita svarið við þessum spurningum?

Gæti kannski verið að við vitum þetta ekki vegna þess að við eigum ekki að vita þetta.

Allavega þegar að ég skoða samhengi hlutanna þá er ég ekki viss um það að við hefðum gott af því að vita þessa hluti alveg strax.

Eins og þeir verði opinberaðir fyrir okkur á því nákvæmlega rétta augnabliki og við höfum þroska til að skilja þá.

Kannski er tilgangur heimsins einfaldur.

Guð er að reyna að opinbera sig fyrir okkur. Ef að hann/hún/það er bæði alls staðar og hvergi þá geri ég ráð fyrir því að guð sé einhvers konar vitund sem að er langt fyrir ofan okkar skilning. Þá verður guð að birtast okkur sem að lifum í þessum efnisheimi sem einhvers konar efni.

Kannski sé heimurinn eins og við skynjum hann í raun birting hinnar æðstu veru eða vitundar.

Við erum alltaf að leita að sannleikanum einhvers staðar langt í burtu en samt er hann fyrir framan okkur á eins einfaldann hátt og hægt er.

Ég veit ekki svarið við þessu og það veit kannski enginn. Allavega ekki á þessu tilvistarsviði, það er víst að mínu mati.

En hvað veit ég ég er bara maður sem að hef gaman af því að pæla og ég hefði gaman að fá að heyra frá fólki sem að hefur svipaðar pælingar.

Endilega látið í ykkur heyra kæru heimspekihugar.

Kveðja Örninn