Spurningin er í rauninni hvort að nútímamaðurinn geti trúað því að eitthvað sé til sem hann getur ekki snert á eða séð. Hann krefst sanninda, hann er jú upplýstur.

Mörg okkar kjósa að trúa ekki á Guð vegna þess að við höfum engar sannanir fyrir því að hann sé til. Vísindin hafa ekki getað sannað tilvist hans, þvert á móti virðast þau hafa komið með rök fyrir því að það sem stendur í Bíblíunni um sköpunarsöguna sé ekki rétt.

Við getum tekið orðin í 1. Mósebók, þar sem jörðin er sögð jarðarkringla, þrátt fyrir að flestir hafi trúað á þeim tíma að jörðin væri flöt, og sagt að þeir virðast hafa vitað meira en flestir á þeim tíma. Við getum líka séð að sköpunarverk Guðs, tímaröðin er eins og víindamenn segja að þróunin hafi verið. Fyrst varð ljós, síðan hafið, svo kom fast land, næst gróður, dýr og að lokum maðurinn. Við vitum náttúrulega að slíkt gerist ekki á á 6 dögum, en Bíblían segir líka að hver dagur sé sem þúsund ár ef ekki meir.
Þetta eru vissulega ágætis rök, en ekki næganleg fyrir því að nútímamaðurinn taki þau alvarlega.

Heimsspekin hefur heldur ekki getað sannað tilvist Guðs án forsendu eða viðurkenndra sanninda. Á sama hátt er ómögulegt að afsanna tilvist Guðs á sömu forsendum.

Hvað finnst ykkur?