Innan tíðar mun maðurinn hafa fundið leið til að svindla á dauðanum og halda áfram inn í óendaleikann, sumum finnst það rangt sumum finnst það rétt, hér fyrir neðan ætla ég að reyna svara því hvort það sé..

—————–

Þróun, þróun er fyrirbæri náttúrunnar og þróun hefur veitt okkur mörg verkfæri eins og t.d. hendur, sjón og gáfur. Allt hefur þetta þann tilgang að bæta lífsmöguleika okkar(halda okkur á lífi), náttúruleg þróun er bara að reyna leifa okkur að lifa og okkur var gefnar gáfur til að auka lífsmöguleika okkar eins og þegar við notuðum það til að verja okkur frá öðrum hættum með steinum, prikum og svo framvegis og við höfum bætt nýtingu okkar með tímanum, náð að nýta orku heimsins til að bæta líf okkar, alltaf tökum við ný stig og að lokum hljótum við að ná fullkomnun þessa tilgangs, að lokum náum við að hindra allt sem veldur dauða, ef þið segið að við eigum að deyja því það er náttúrulegt þá hafi þið kannski ekki hugsað út í það að náttúran er einmitt að berjast á móti dauðanum en ekki að tryggja hann, dauðinn veldur bara tómleika og tilgangsleysi. Gáfur hafa veitt okkur svo margt, gáfur eru örugglega það fullkomnasta sem náttúran hefur skapað, gáfur eiga þann hæfileika að bregðast við aðstæðum sem þær hafa aldrei lent í áður, semsagt fást við nýja hluti þó að maður hefur kannski aldrei séð það áður.

Með gáfum höfum við núna komist að helstu ástæðunum af hverju við deyjum og við höfum komið í veg fyrir margar af ástæðunum en það sem hefur valdið meiri dauða en allt annað er dauði öldrunar, þegar líkaminn gefst upp. Stanslausar ransóknir eru í gagni til að eiða þessari ógn sem hefur valdið svo mörgum lífverum dauða og þegar gáfur okkar hafa gefið frá sér tækni sem mun veita okkur eilíft líf þá höfum við lokið bardaga náttúrunnar við dauðann.

Nú margir velta sér samt yfir því hvort það sé rétt eða hagstætt að lifa, margir segja að við eigum að deyja því okkur er ætlað það, því það er náttúrulegt.. ykkur skjátlast, það er ekkert eins ónáttúrulegt og að deyja, náttúran hefur verið að berjast við dauðann frá upphafi lífsins, og fullkomnasta vopn náttúrunnar gegn dauðanum hingað til hefur verið gáfan. Margir átta sig bara ekki á þessu og telja þetta vera öfugt við náttúrulega þróun, staðreyndirnar segja bara annað, fólk er bara ekki nógu upplýst um þetta eða bara hafa fordóma gagnvart þessu. Megin málið er að náttúran þróar leiðir til að vinna á dauðanum og gáfur er eitt af verkfærum náttúrunnar og gáfurnar munu finna leiðina að lokum. En einnig eru til þeir sem hafa fullan skilning á náttúrulegri þróun en eru samt efasamdir.. lest um þá hérna fyrir neðan.

—————–

Sumir telja að líf verði leiðinlegt með tímanum og það er rétt ef þú hugsar það út frá nútímanum en við erum ekki að tala um ódauðleika í nútímanum, við erum að tala um ódauðleika frá nútímanum og til framtíðarinnar. Hugmyndin um að lífið verði leiðinlegt með tímanum er einmitt uppsprottin frá því að þegar við erum búin að lifa lengi þá fer líkaminn okkar að gefa sig og við getum ekki gert neitt skemmtilegt lengur og okkur líður bara illa, en það er einmitt það, það er ekkert þannig þegar við verðum búin að lifa í 90 ár, líkami okkar mun ekki bregðast okkur því við munum laga hann.

Okay, mannverur krefjast nýja upplifun því annars fer okkur að leiðast. Ef við gerum sama hlutinn aftur og aftur þá verður hann leiðinlegur, það er bara þannig, en lífið er ekki beint þannig, lífið er ekki sí föld endurtekning á sama hlutnum, lífið bíður upp á mörg trilljónir möguleika og við getum gert hvern einasta möguleika mörgum sinnum áður en hann verður leiðinlegur(mismunandi eftir hvað maður er að gera) sem gerir það að verkum að það þarf að líða svo gríðarlega langur tími þangað til lífið verður leiðinlegt að erfitt er að segja til um hvenær. En eins og við öllum vandamálum þá er til lausn, það er til einföld lausn á þessu vandamáli, við breytum okkur bara þannig að okkur finnist ekki eitthvað leiðinlegt heldur skemmtilegt og þar með getum við haldið áfram að spila fleiri tölvuleiki eða tekið þátt í fleiri íþróttum því við verðum ekki leið á því, og þar með getið þið ekki lengur sagt að með tímanum verði lífið leiðinlegra því okkur mun finnast það skemmtilegt. Svo einfalt er það.

Á meðann við höfum eitthvað til að hlakka til þá viljum við ekki deyja, á meðann okkur leiðist ekki þá viljum við ekki deyja, á meðann við höfum eitthvað til að lifa fyrir þá viljum við ekki deyja, á meðann lífið er skemmtilegra en dauðinn þá viljum við ekki deyja!

—————–

Nú er ég búin að rökræða mig út í hægri rasskinn og er fyllilega búin að sína fram á það að lifa sé það náttúrulegasta sem þið getið gert, það að lifa sé ekki leiðinlegt, það að lifa sé betri kostur en það að deyja..