Heil og sæl.

Ég veit ekki hvort að þessi grein á eitthvað frekar heima hérna inni en t.a.m. á forsíðu eða undir einhverju öðru þar sem þetta er jafnt veraldlegt sem óveraldlegt röfl, en mér fannst þetta áhugamál henta best þar sem ég kem inn á heimspekilegar skoðanir seinna í þessari bitru langloku.

Jæja þá, eins og titill þessarar greinar ber með sér mun þetta verða uppgjör mitt mið alheiminn, og þá sérstaklega mun ég einblína á jörðina sem við búum jú öll á. Þannig er nú´mál með vexti að ég var mjög takmörkuð gelgja og gerði t.a.m. aldrei neina uppreisn við umhverfi mitt né hataði foreldra mína að neinu ráði. En síðustu vikur og mánuði hefur þessi svona líka síðgelgja verið að hellast yfir mig og er ég að taka út allan “hata og fyrirlíta allt” pakkan út núna.

Einhverntíman lærði ég að í góðri ritgerð ætti maður að draga saman aðalatriði og niðurstöður í kynna niðurstöður í formála og fara síðan ítarlega í ástæður og rökstuðinga í meginmáli og lokaorðum og hyggist ég fylgja þessum reglum eftir, eftir því sem við á….og ég nenni. Ég held að ég geti nokkurnvegin dregið niðurstöður mínar saman í eina setningu sem mundi hljóða einhvernvegin svona:

Ég elska og virði veröldina og lífið en hata og fyrirlít það samfélag sem við búum í!

Jæja, þið hugarar er víst frekar kröfuharðir þannig að ég neiðist víst til að rökstyðja þessar skoðanir mínar að einhverju leiti svo að ég veðri nú örugglega ekki brenndur fyrir villutrú. Til að gera þetta allt sman skilvirkara mun ég reyna að kaflaskipta þessu einhvernvegin en ég lofa engu um samhengi eða lógík en ég vona að eftir þennan lestur meiki þetta einhvern sens!

-1: Veröldin sem kerfi og tilgangur lífsins.

Jæja, hvar skal byrja? Kannski er best að byrja á stóru myndinni, þetta byggist víst allt á henni.
Heimurinn eins og ég sé hann byggist á ótal kerfum, þessi kerfi fyrirfinnast í öllum þekktum, veraldlegum hlutum og hafa þau áhrif á allt í kringum okkur. Það sem öll þessi kerfi eiga sameiginlegt er að þau innihald öll ákveðið jafnvægi, þ.e. einn partur kerfisins sér til þess að annar partur fari ekki út í öfgar eða fari af sporinu. T.d. ef við lítum á jarðskorpuna þá sjáum við að allstaðar í heiminum eru flekar að rekast á og hverfa ofan í möttulinn á meðan á öðrum stöðum eru flekar að dragast í sundur og mynda nýja parta þannig að þetta heldur alltaf fullkomnu jafnvægi. Þetta á við öll kerfi, hvort sem það er hringrás lífsins, hirngrás vatnssins eða bara hvað sem er.
Öll þessi kerfi vinna svo saman og hafa áhrif hvort á annað. Þegar belja fretar á Indlati stígur metangasið upp og hjálpar til við að viðhalda lofthjúpnum og þegar eitthvað dýr deyr úr elli á sléttu í afríku rotnar það fyrir tilstilli örsmárra rotvera og verður aftur partur af jarðveginum sem síðan vex planta upp úr sem mun síðan hjálpa til við að viðhalda súrefnisforða jarðarinnar ov verður síðan hugsanlega bæði æti fyrir einhverskonar jurtaætu og heimili fyrir önnur dýr.
Þetta var bara pínulítið dæmi um samvirkni mismunandi kerfa innan náttúrunnar en það sýnir kannski ágætlega hvernig hver og einn þáttur hefur tilgang.

Þá kem ég inn á kenningu mína um tilgang lífsins sem svo margir, hér sem annarstaðar, hafa velt ótal sinnum fyrir sér.
Samkvæmt því sem ég talaðu um áðan hefur hver og einn þáttur í hverju kerfi fyrir sig áhrif á kerfið sjálft. Og kerfið hefur áhrif á önnur kerfi sem svo hafa áhrif á önnur stærri kerfi og svo lengi mætti telja. Þetta segir mér að ef að það sé tilgagur með hverju ekrfi fyrir sig þá hlítur að vera tilgangur með lífinu sjálfu. Ég er ekki alveg nógu hrokafullur til að halda því fram að ég hafi hugmynd um þennan tilgang en þetta er niðurstaða mín samkvæmt útilokunaraðferð.

Sannleikurinn er sá að við vitum í raun mjög lítið um veröldina í kringum okkur, við vitum ekkert um hvaða tilgangi við þjónum eða hversu mörg stærri kerfi leinast fyrir utan okkar skilning. Mín skoðun er sú að tilgangur okkar er alveg jafn hulinn okkur og tilgangur hunangsflugunnar er hulinn henni. Hunangsflugan flýgur á milli blóma með sín eigin markmið og hefur ekki hugmynd um að í hvert skipti sem hðun sest á blóm og tekur með sér frjókorn er hún í raun að hjálpa til við að starta nýju lífi einhverstaðar annarstaðar.
Er ekki alveg möguleiki að við gætum haft einhvern æðri tilgang sem er gjörsamlega yfir okkur hafið að skilja?

Þá komum við smátt og smátt að bitra og reiða parti þessarar “ritgerðar”. Ég er smátt og smátt að komast á þá skoðun að það sé í raun möguleiki að komast að tilgangi mannfólksins innan þess kerfis sem hann býr í og mun ég koma með nokkar kenningar um það í næsta kafla sem ég kýs að kalla…

-2: Maðurinn: Jarðarbani eða mistök?

Jákvæður titill, ekki satt?
Ég held að Agent Smith í kvikmyndinni “The Matrix” hafi ekki verið langt frá sannleikanum þegar hann líkti mannfólkinu sem Vírus. Hann sagði réttilega að maðurinn hagaði sér ekki eins og nein önnur þekkt lífvera. Hann tæmdi allar sínar auðlyndir án þess að gefa nokkuð uppbyggilegt til baka og þegar allar auðlyndir væru tómar færði hann sig á annað svæði og sama hringrásin tæki við.
Maðurinn hegðar sér miklu frekar eins og sníkjudýr heldur en spendýr. Mannlegt samfélag er að eyða upp öllum auðlyndum á mjög ósjálfbæran hátt og mun þetta enda með því að hér verður ekki lífvænlegt eftir nokkur hundruð ár. Það er eins og maðurinn hafi einfaldlega klippt sig út úr sínu kerfi og vinni nú kerfisbundið að því að eyðileggja öll önnur kerfi í kringum sig.
Um þetta hef ég tvær kenningar.

1: Tilgangur mannsins í stærra kerfi alheimsins er að leysa upp núverandi kerfaskipan og öllu sem henni fylgir svo að jörðin geti byrjað upp á nýtt.
2: Maðurinn er náttúrlega mistök. Slysabarn jarðarinnar og vinni nú í raun á skjön við plan jarðarinnar og mun það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér.

Ein rök sem ég gjörsamlega hata er að segja “Maðurinn er afurð náttúrunnar og þar af leiðandi er allt sem hann gerir náttúrulegt!” Þetta finnst mér asnalegur málflutningur og snýr bara út úr því sem um er rætt. Ég er á þeirri skoðun að þegar maðurinn fékk hópvitund og fór að vinna úr náttúrunni með tólum sem hann smíðai sjálfur hafi hann hætt að geta kallast náttúrulegur og orðið eitthvað annað sem ekki er til hugtak yfir.

Það getur vel verið að maðurinn sé bara partur af einhverri stærri áætlun og stærra kerfi til að byrja hringrás þessarar plánetu upp á nýtt, alveg eins og gerðist þegar loftsteinar lentu á jörðinni fyrir um 65 milljónum ára og þurrkuðu út risaeðlurnar og mikiðaf þáverandi plöntu og dýralífi.

Síðan getur alveg eins verið að maðurinn sé afkvæmi einhvers galla í þróunarkerfi lífsins og að hann hafi einfaldlega þróast of langt og í vitlausa átt og leiki nú lausum hala og eyðileggi allt í kringum sig líkt og einhver stökkbreyttur vírus.
Eitt er ég þó viss um, og það er að allt liggur þetta í samfélagsbyggingu mannana og þá mun ég sérstaklega tala um vestrænt samfélag eins og ég upplifi það!

-3: Fyrirlitning mín á vestrænu samfélagi!

Enn verður þetta bitrara og reiðilegra.
Ég sá kvikmyndina “Fight Club” aftur fyrir stuttu en ég hafði ekki séð hana í lengri tíma og vakti hún upp margar spurnigar um vestrænt neyslusamfélag og í hvaða átt það hefur þróast síðustu áratugi. I’ll get right to the point.
Uppbygging vestræns þjóðfélags gerir það að völdum að við erum svipt öllum tilgangi. Við erum ekki persónur, við erum tannhjól. Tannhjól í vél neyslu og framleiðslu. Við erum alin upp frá fyrsta degi til að falla að ákveðnu “templeiti” og fylla upp í ákveðnar kröfur sem samfélagið gerir til okkar. Kynjunum er strax skipt niður í lið, strákar í bláa liðinu og stelpur í því bleika. Foreldrar skipa síðan stöðuhlutverkin snemma. Strákar fá bolta, bíla og annað “strákadót” á meðan stelpur fá dúkkur, skartgripi og plastpotta og pönnur. Þetta er oft áður en börnin eru sjálf meðvituð um kyn sitt. Þarna er búið að leggja grunnin að verkaskiptingu og hlutverki kynjana um alla framtíð! Vissulega hafa konur og karlar mismunandi hæfileika sem þjóna mismunandi hlutverkum en samfélagið hefur keyrt þetta upp í þvílíka öfga að kynjavitund okkar er skert að eilífu.
Síðan förum við á leikskóla þar sem okkur er kennt að umgangast hvort annað og kynaskiptingin verður enn sterkari. Strákar fara í bíló á meðan stelpurnar fara í mömmó og allskonar heimilisleiki.
Eftir leikskólann kemur grunnskólinn. Þar er “9-5” veruleikinn festur í sessi. Þá strax lærum við að líf okkar mun snúast um þetta tímabil frá 9 á morgnana til 5 um eftirmiðdaginn, þetta er sá tími sem við eigum að vera að vinna en vinna er einmitt “uppbyggilega” hegðun samfélagsins! Allt okkar nám frá grunnskóla og upp úr er undirbúningur fyrir hina vélrænu 9-5 menningu.

Þegar skóla líkur erum við fullbúin vélmenni og erum tilbúinn að gerast tannhjól. Lífið verður sífelld endurtekning næstu 45-55 árin þar sem við munum flest vinna við eitthvað frekar ómerkilegt sem við höfðum kannski áhuga á fyrstu 5-6 árin en verður síðan vani næstu 50. Um fertugt uppgötvum við að líf okkar er sóun á súrefni en erum of innprentuð af “samfélagslegri skyldu” til að gera eitthvað í því, þannig a við klárum þetta tilgangssnauða líf sem okkur var falið frá barnæsku og deyjum ósátt.
Þetta er kannski mjög dökk sýn á veruleikann og uppfull af alhæfingum sem eiga ekki endilega við alla, en svona sé ég þetta ofneyslusamfélag sem við búum í.
Við vinnum störf sem við hötum í tilveru sem er algjörlega sneydd persónulegum tilgangi til þess að geta fyllt innantómt líf okkar með hlutum sem við höfum í raun ekkert að gera við. Allt okkar líf snýst um neyslu og framleiðslu og við tökum engan þroska með okkur í gröfina.
Það er kannski ástæðan fyrir því að vesturlandabúar sérstaklega óttast dauðan svo. Enginn vill deyja og hafa ekki upplifað neitt sem olli þeim hamingju eða veitti þeim raunverulega fyllingu. Samfélagið er þanning úr garði gert að flestir deyja ósáttir.

-4: Niðurrif og uppbygging

“Fight Club” kom líka með mjög áhugaverð lausn við þessum samfélagslega vanda og sú lausn er niðurrif. Þetta er ekki nýtt fyrirbæri, heldur þekkist það í velflestum iðkuðum trúarbrögðum. Þetta gengur út á það að til þess að geta kallast frjáls verði maður að afsala öllum veraldlegum eigum og veraldlegum girndum. Þetta er auðvitað hægara sagt en gert en lausnin sem Fight Club kom með var að færa mannlegt samfélag hægt og sígandi aftur á stig veiðimanna og safnara með því að afneita samfélaginu, neita að vinna 9-5 vinnuna, reyna að komast af án peninga, reyna að gleyma og sjá í gegnum þá innrætingu sem þú hefur fengið og afsala öllum veraldlegum gæðum sem þú hefur. Þ.e.a.s eiga enga hagsmuni í þessari vestrænu markaðsmaskínu. Þegar þú átt ekkert og átt engra hagsmuna að gæta og ert ánægður með það, þá geturðu kallast raunverulega frjáls.
Þetta er auðvitað fullkomlega útópísk pæling sem nærri ómögulegt er að framkvæma í raunveruleikanum en hún er samt ekki svo fjarlæg veruleikanum. Búddhismi kennir manni að til þess að verða upplýstur má maður ekkert eiga. Hindúsimi tala rum að til að komast á “Nirvana” þurfi maður að afsala öllu veraldlegu og helga sig fullkomlega hugleiðslu og jafnvel jesú kallinn sagði “Það er jafn auðvelt fyrir ríkan mann að komast til himna og úlfalda að komast í gegnum nálarauga” eða eitthvað á þá leið. Þetta virðist vera partur af biblíunni sem við höfum einfaldlega afneitað þar sem hann hentaði samfélagi okkar ekki.

Þá hef ég komist að því að niðurrif er málið en virðist vera ógerlegt sökum samfélagsins sem ég hata, hvernig er þá framtíðin ef við höldum óbreytt áfram?

-5: Dimm framtíðarspá…

Neyslu- og framleiðslusamfélagið hefur eitt mjög sterkt þema. Og það er að “auðvelda” þátttakendum sínum lífið með allskonar neysluvörum. Bílar eru orðnir hraðskreiðari og gatnakerfi skilvirkari svo að við séum fljótari milli staða. Sjónvörp verða stærri og hægindastólar mýkri. Afþreygingarefni fjölbreyttara og almennara. Tölvur hraðskreiðari og tölvuleikir líkjast raunveruleiknum meir og meir. Internethraði eykst svo að við erum fljótari að ná í tónlist, leiki og annað afþreygingarefni, meir og meir vðerur tölvustýrt í lífi okkar. Allur matur er að verða “instant” og við getum sett heila máltíð í örbylgjuofn og við fáum fullkokkaðan mat eftir 3 mínútur. Með hverju árinu sem líður lifum við minna og svefngenglumst meira.
Kvikmyndin The Matrix sýndi okkur myrka framtíð þar sem allar mannverur voru meðvitundarlaus í hólfum, með næringu í æð, tengd við tölvuforrit sem lét okkur halda að við værum partur af einhverjum öðrum raunveruleika.
Mín spá er að þetta sé ekki dimm dómsdagspæling úr hasarmynd heldur næsta skref í okkar “þróun”.
Er þetta ekki draumur okkar? Geta verið tengd við einhverja vél sem býr til okkar draumaveröld, þurfum ekki að hafa áhyggjur af neinu, fáum bara okkur næringu í æð sem við höldum að sé sælkera máltíð og þurfum ekki að vinna fyrir neinu eða gera neitt…erum bara draugar fastir í eilífum draumi.
Hver segir að frelsi sé eitthvað betra? Það virðist ekki vera í okkur náttúru að vera frjáls! Platon sagði í helliskenningu sinni að þegar maðurinn komst loks upp úr helli þröngsýni sinnar fékk hann ofbirtu í augun og höndlaði það ekki og skreið aftur niður. Við höndlum ekki frelsi og munum líklega aldrei þekkja hamingju fyrir utan hömlur samfélags okkar.

-6: Niðurlag

Jæja, núna er ég búinn að röfla í tæp 2500 orð og hef gagnrýnt allt og alla í kringum mig. Sjálfsagt mun ég fljótlega aðlagast 9-5 tannhjólasamfélaginu að nýju fljótlega og mun sjálfsagt gleyma þessu mótþróabulli mínu. Ég meina, ég tek virkan þátt í öllu sem ég fordæmi og er algjör hræsnari. Ég sit fyrir framan öflugu tölvuna mína og skrifa þessi orð sem ég mun núna senda í gegnum sítengda internetið inn á stanfrænt samfélag lesenda….Auðvitað er ég hræsnari en kannski fá þessi orð ykkur til að hugsa aðeins meira um lífið og tilveruna!

Takk fyrir!

PS: ber enga ábyrgð á stafsetningu, málfari og innslætti….hef enga heilastöð fyrir þannig hugsun!