Dómsdagur Ef við lítum í biblíuna þá er sagt að guð muni koma á dómsdag og dæma þá lifandi og dauðu, en hvað er hann nákvæmnlega að dæma? Nú gjörðir okkar á lífsleiðinni, og hvað velur gjörðir okkar? Persónleikinn, en hvað skapar persónuleikann? Ekki er vitað með vissu hvort hefur meira gildi, umhverfið í kringum okkur eða það sem við ættum frá foreldrum okkar en það er allavega það tvennt sem gerir það sem við köllum persónuleika.

Guð bjó til heiminn, semsagt umhverfið í kringum okkur, fyrstu mannveruna og semsagt fyrsta persónuleikann, sem segir okkur að hann skapaði allt sem veldur því hvað við gerum og ef svo er þá er það hann sem olli því að morð var framið árið 2043 í Njarðvík, þannig hann ber ábyrgðina á drápinu þar sem hann skapaði það og getur þar með ekki dæmt okkur fyrir það sem hann lét gerast. Og þar með getum við útilokað að það sé helvíti sem bíður okkur sem fara ekki eftir reglunum 10.

Síðan getum við bara stytt þetta aðeins.. ef guð skapar bolta sem skoppar og setur svo reglu að boltar megi ekki skoppa þá var það honum að kenna að hann gerði bolta sem skoppaði ekki satt? Alveg eins og ef guð skapar mann sem drepur og setur svo reglur um að menn meigi ekki drepa þá er það honum að kenna að hann gerði mann sem drepur.. ekki SATT?!

“Dæmum skaparann fyrir gjörðir sköpunarverksins, ekki sköpunarverkið sjálft”