er mögulegt við höfum bara ekkert þróast í þessi milljón ár sem við höfum verið uppi, við heimska mannskepnan sem enn styðst við frumstæðilegar fyrirmyndir í sjónvarpi, skóla og fjölmiðlum og í leið látum ræna okkur öllum völdum í tilraun til að fá einhver ?

Því að fjöldinn, - múgurinn, er latur og heimskur og ber enga ást til hvatrænnar afneitunar og röksemdir um að eitthvað sé óumflýjanlegt bíta ekki á hann. Og einstaklingarnir sem múgurinn samanstendur af styðja hver annan í því að gefa agaleysinu lausan tauminn. Það er einungis fyrir áhrif frá mönnum, sem eru öðrum fordæmi og sem múgurinn lítur á sem leiðtoga að hann fæst til að leggja á sig þá vinnu og afneitun sem tilvist menningar hvílir á. Allt er í góðu gengi ef þessir leiðtogar hafa til að bera yfirburða innsæi í það sem manninum er nauðsynlegt og ef þeir hafa náð þeim þroska að kunna stjórn á hvatrænum óskum sjálfra sín. En sú hætta er fyrir hendi að þeir láti meira undan múgnum en hann lætur undan þeim til þess að þeir glati ekki áhrifum sínum. Þess vegna virðist óhjákvæmilegt að leiðtogarnir séu óháðir múgnum vegna þeirra valda sem þeir hafa.

þetta er bara kenning?