Jæja, þá reynir maður heimspekina í annað sinn =) mínar 
hugsanir núna eru:
gott/vont
sjónarhorn
túlkun
guðfræði
Ok, here we go…
Eins og margir hafa tekið eftir þá eru margir stimplaðir “bad 
guy”. Allt frá ævintýrum upp í háalvarlegustu atvik. Ég rökræddi 
þetta við 3 einstaklinga, og bar alltaf sigur af hólmi, en einn 
einstaklingurinn sagði einmitt „gott/vont er ákveðið af 
siðferðinu á viðkomandi stað". Ég veit að í einum bæ í 
Bandaríkjunum er bæði kirkja djöfladýrkenda, og kristinna 
manna. Ég spyr: eigum við að láta annað siðferðið ráða? hitt 
hefur alveg jafn mikinn rétt á sér.
Djöfladýrkendur eru taldir vondir af flestum utanaðkomandi, 
en eru þeir vondir frá eigin sjónarhorni? eins og kristið fólk 
biður framkvæma þeir aðgerðir sem fyrirlitnar eru af kristnum, 
en hvað myndi fólk segja ef þeir fyrirlíta kristna að biðja til 
guðs.
Trúarbrögðin eru mikið það sama. Ég styðst við eftirfarandi 
dæmi, sem eiga sér fjölmörg önnur:
Allah & Múhamed
Guð & Jesú
(kristnir)
guð og satan
(djöfladýrkendur)
satan og guð
óðinn er með eitt auga
hórus (egypsk goðafræði) er líka með eitt auga
rómversk og grísk goðafræði (sömu guðir, önnur nöfn)
þetta ætti að vera nóg í bili. Þá hugsaði ég, í raun og veru er 
mannkynið að dæma sjálft sig á röngum forsendum. Kristnir 
búa til eftirfarandi línu:
gott: kristnir
vont: djöfladýrkendur
svipaða línu hafa djöfladýrkendur:
gott: djöfladýrkendur
vont: kristnir
en málið er það að þeir trúa á það sama. Bæði guð og satan 
eru til í báðum trúarbrögðum, en eini munurinn er túlkunin. 
Djöfladýrkendur túlka guð sem vondan, meðan kristnir túlka 
satan sem vondan. En málið er eins og ég segi, þetta eru í 
megindráttum sömu trúarbrögð, sem samt hafa valdið 
fjölmörgum deilum.
En þá er ég að pæla, sambandi við samstæðurnar fyrir ofan, 
er þetta ekki allt sami guðinn, sem er túlkaður á mismunandi 
vegum, og skiptir því mannkyninu í hópa.
Ég vona að mér hafi tekist að láta skoðanir mínar í ljós, og, ég 
er hvorki né var djöfladýrkandi fyrir forvitna ;)
kv. Amon