Jæja, nú hefur þetta ágæta áhugamál legið að mestu í dvala í nokkra mánuði og finnst mér vera kominn tími til að reyna að blása smá lífi í það.

Það má senda inn allt sem viðkemur heimilinu, hvort sem það er umræða um silkiblóm, ísskápa eða arkitektúr, bara láta vaða fólk :)

Ef þið hafið einhverjar uppástungur eða ábendingar ekki hika við að senda skilaboð til mín eða hinna stjórnendanna.

Ég skora á ykkur að senda inn efni, ég mun ekki láta mitt eftir liggja í þeim málum.

Vona að /heimilið lifni aðeins við fyrir jól svo því verði ekki lokað!


Bestu heimiliskveðjur;
Zaluki
———————————————–