Framkvæmdir hafnar jæja, þá er ég byrjuð á framkvæmdum sem ég var að lýsa um daginn í <a href="http://www.hugi.is/heimilid/bigboxes.php?box_id=49808&action=cp_grein&cp_grein_id=1186/"> Föndur á veggi </a>

Ég reyndar breytti hugmyndinni svolítið, pappírinn kom nefnilega ekki nógu vel út. Fyrst hélt ég reyndar að ég væri svolítið klikkuð að reyna þetta en ég sé ekki eftir því, amk ekki ennþá.

Það er búið að taka fjóra daga að pressa rósablöðin. Ég fékk helling af þeim sem dugar ca á annan vegginn. Ég er hálfnuð með hann en ætla að lakka amk tvær umferðir yfir þetta aftur. Þetta er frekar fljótgert, nota bara nóg af límlakki (held að það borgi sig ekki að spara það)

Núna þarf ég bara að fara í blómabúðina aftur og athuga hvort að ég fæ fleiri blöð :)

bkv
chloe (er farin að halda áfram að líma)
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín