Föndur á veggi Jæja, þá ætla ég að drífa mig í að halda áfram með hugmynd sem að ég fékk um daginn. Ég var búin að skrifa um hana áður hérna reyndar en þá var ég að spá í hvort að þetta væri nokkuð hægt. Eftir að hafa farið í föndurvöruverslanir og spáð og spekulerað þá ætla ég að drífa mig í að byrja.

Eins og þið sjáið á myndinni þá var veggurinn málaður með það í huga að skipta honum með veggborða, en ok ég veit að málarinn fór aðeins útfyrir límbandið. En þetta átti að fara undir fyrirhugaðan borða þannig að ég var ekkert að spá í þessu.

En svo finn ég hvergi borða sem að mig langar í :(

Þá er það hugmyndin, ég ætlaði fyrst að nota servíettur en þær eru víst of þunnar í svona og mikil hætta á að þetta klúðrist. Þær í Föndru bent á að hægt væri að nota pappír nú eða efni. Ég fann pappír sem að ég er að spá í að nota. Núna þarf ég bara að drífa mig í Föndru aftur og kaupa matt lakklím (og nóg af því, veggirnir eru tveir). Svo er bara að vona að vel takist til.

Þið fáið að sjá árangurinn (ef að heppnast vel)

bkv.
chloe framkvæmdaóða
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín