Viðhald leðurhúsgagna Ég fann leiðbeiningar um viðhald leðurs sem að ég ákvað að deila með ykkur. Allir vita að nauðsynlegt er að halda leðri vel við til að það endist og haldist fallegt. En það eru eflaust margir sem ekki hafa vitað hvernig best er að bera sig að.

Umhirða og viðhald leðurs


Forðast skal að hafa leðurhúsgögn í mikilli sól
og hita, til að komast hjá ofþornun og upplitun.
Aldrei skal nota sápu með upplausnarefnum, bensín, þynni eða önnur sterk efni sem myndu skaða leðrið. Notið ekki skóáburð, bón eða húsgagnaáburð á leður
Leðurhúsgögnum skal halda hreinum
Við þvott skal eingöngu nota til þess gerðan hreinsivökva, eða volgt vatn með sápuspónum
Nauðsynlegt er að bera leðuráburð á leðrið um það bil tvisvar til fjórum sinnum á ári
Rétt umhirða og góð umgengni heldur leðrinu fallegu, mjúku og notalegu og eykur líftíma leðursins um mörg á
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín