Girðing - 3 lokahluti. Fannst vera kominn tími á að klára þetta, þannig maður geti byrjað að segja frá einhverju öðru spennandi efni.

Bendi á hluta <a href=http://www.hugi.is/heimilid/providers.php?page=view&contentId=3797207>1</a> og <a href=http://www.hugi.is/heimilid/providers.php?page=view&contentId=3822005>2</a>.

Ég lauk hluta 2 með því að segja frá því að það væru 13 staurar uppúr garðkantinum mínum, sem var nokk skondið.
Núna, rúmlega mánuði seinna er þessu alveg lokið.
Reyndar var þessu lokið um kringum 15ágúst, en það breytir ekki alveg öllu.

Nú eru allir girðingarflekar komnir í stöður sínar, ásamt því að það eru komin grjót til þess að fylla uppí skorurnar undir flekunum, núna er ekki hægt að skríða undir þá lengir :C Eins og það var nú gaman..

Núna ef maður heldur grillveislu, eða eitthvað samkvæmi útí garði, og einhver labbar framhjá á göngustígnum, þá sér hann okkur ekki, né við hann :)

Svo er bara op þar sem skjólveggur frá húsinu og flekagirðingin mætast. Skal leyfa ykkur að sjá nokkrar myndir, værsgó:

Fyrsta stig; Staurar: <a href=http://images.hugi.is/heimilid/90275.jpg>MYND1</a>
Annað stig; 3 flekar: <a href=http://images.hugi.is/heimilid/90491.jpg>MYND2</a>
Þriðja stig; Næstum reddí: <a href=http://images.hugi.is/heimilid/90591.jpg>MYND3</a>

Svo skal ég taka mynd af þessu eins og þetta er núna, alveg 110% og sýna ykkur.

Búja, vona að ykkur finnist þetta flott, sjáumst.

Kveðja, OfurKindin.
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið