Sælir heimilissækjendur.

Ég hef verið að reyna að troða uppúr mér grein hérna inná í nokkuð langan tíma, og loksins kemur hún. Endilega lesið og gefið álit.

Árið 2004[minnir mig] fengum við fjölskyldan bréf, ásamt öllum í götunni að það ætti að koma göngustígur fyrir aftan garðana okkar. Ekki vorum við paránægð með þetta. En við létum okkur hafa þetta.
Vinnuvélar komu og rigguðu upp göngustíg á mjög stuttum tíma - samt ekki. Ég bara man ekki alveg hve langan tíma það tók. Þessi líka fínasti stígur, og risastórir tugkílóa hlussugrjótsteinar voru settir á milli gapana á trjánum til að reyna að einangra hljóðið frá bílagötunni 9 metrum frá.

Heppnaðist það? Ég veit það ekki, örugglega, þar sem herbergið mitt er á neðri hæðinni, og skiptir mestu að ég fái frið þegar ég sef :)

En nú er komið að titlinum. Girðing.
Núna árið 2006, ákváðum við fjölskyldan að seta upp girðingu til að “blocka” (afsakið slettuna) fólki útsýni þegar einhver liggur úti á sólpalli í sólbaði.
Við keyptum þessa líka fínu planka, 10 stóra og 4 litla (mynd).

Og svo 10 stóra girðingastaura, sem fara 90 sentimetra ofaní jörðina, eða eitthvað álíka.
Og er ég búinn að smyrja á þá fúavörn. Illa lyktandi meira að segja.
Svo kom Maggi gröfukarl sem vinnur hjá [fyrirtæki], og gróf upp runnana okkar, til að koma girðingunni fyrir, og gróf líka upp hjá tröppunum okkar.
Og þar sem þetta er eldgamalt raðhús, frá 1930+ reyndar, en þá var kaldavatnsinnleggið þarna þar sem grafan var að grafa, og að sjálfsögðu sprengdi hún rörið!

Eitt orð. - Tjörn.

Hefði verið meiri sól þennan dag hefði ég sennilega stokkið ofaní, en því miður var skýjað.
Orkuveitan skrúfaði fyrir innleggið, og sendi 2 menn til að laga rörið. Gerðu þeir það með sóma, og pabbi lét dúk á tröppurnar [einhvern sérstakan plastdúk, harðan] til þess að það myndi ekki leka meira inní litlu kompuna undir tröppunum.
Svo sótti ég möl í hjólbörum og við fylltum holuna af möli og mold.

Áfram í girðinguna samt.

Áðan [26/07/ '06] fórum ég og faðir minn að kaupa sement og steypuhólka til að koma girðingarstaurunum fyrir.
Ég segi ekki hvar við versluðum, en einn hólkur kostaði 2.300 kr!
Óþarfa mikið, meðan einn sementspoki kostaði 672 kr held ég.

Tjölduðum þessu inní bílskúr bara, og ég skellti mér hingað í tölvuna.

Þetta verður ekki fullklárað fyrr en eftir kannski svona 3 daga til viku.

Því miður er myndavélin mín ekki að standa sig í augnablikinu, svo þið verðið að sætta ykkur við að bíða í nokkra daga eftir myndum.
Ég mun svo koma með fyrir/eftir myndir af þessu þegar þetta er klárað.

Vona að þið hafið notið lesturins, kveðja Jón.
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið