Mamma og pabbi höfðu verið með þessa hugmynd lengi í kollinum, að fjarlægja sorpgeymsluna[þar sem ruslatunnan er sett inní ef það er vont veður]
því hún stingst inní eldhúsið okkar. Það var svona stór flísalagður kassi í einu horninu á eldhúsinu okkar.

Virkilega ljótur, ég skal sýna ykkur myndir af honum eftir nokkra daga.

*Nokkrir dagar liðnir* Mynd af kassanum -> <a href="http://xs.to/xs.php?f=P1010087.JPG&h=xs101&d=06236">Mynd.</a>
Þarna sjáiði hann, [myndin er frekar stór, svo þið þurfið að skrolla niður og til hliðar], gráflísaður með fullt af dralsi ofaná.

Svo bara í gær, þá sagði pabbi mér að koma að hjálpa sér og mömmu að færa allt laust dót úr eldhúsinu uppí stofu.
Þegar því var lokið létum við plast yfir; ísskápinn, matarbúrið, kassann[ruslageymsluna] og þar í kring[vaskur].


Næsta dag um klukkan 10, þegar ég var ennþá steinsofandi vaknaði ég við gífurlegan hávaða í einhverju. Var þá ekki bara pabbi kallinn að brjóta vegginn með loftbor.
Þar sem þetta var steypað, en ekki múrað tók þetta asskoti mikið á og hávaðinn virtisti aldrei ætla að hætta.
Ég fór frammúr, klæddi mig og fór að hjálpa honum að moka brotunum útúr geymslunni. Allt út í ryki og viðbjóði.

Fékk þetta ryk í; augun, munninn, nefið, eyrun, og hárið. Þið hefðuð átt að sjá skítinn sem kom þegar ég sturtaði mig :)


-Núna er stórt gat í eldhús gólfinu okkar, og skal ég sýna ykkur líka myndir af því eftir nokkra daga. En það sem á að koma þarna er ekkert sérstakt, við ætlum að steypa uppí holuna, og parketleggja yfir, náttúrulega með eins parketi og í eldhúsinu. Annars verður þetta ljótt, hehe.

Það er gluggi fyrir ofan fyrrverandi geymsluna, stór eldhúsgluggi, sem við ætlum að skipta um því hann er svo hrikalega ljótur og þá steypum við vegginn, í stað þess að vera með svona óopnanlega ljóta brúna sorpgeymsluhurð.

Ég skal sýna ykkur fyrir/eftir myndir innan fárra daga. Myndavélin er í láni.

Vona að þið hafið notið lestursins, kv. Jón.
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið