Eldhús Þá er loksins komið framhald hjá mér.
Ég vil byrja á að byðjast afsökunar á hvað það hefur dregist hjá mér að skrifa en ég hef verið veik og svo hefur verið mikið að gera.
Það vill til að ég á duglegan mann annars hefði þetta ekki gengið svona vel hjá okkur.
Eldhúsið er tilbúið.
Við settum svokallaðan glasvef á veggina og máluðum yfir, við töldum það vera bestu lausnina þar sem það var svo mikið af gömlu betrekki á veggjonum og það var svo mikið mál að ná því af og svo hefðum við þurft að pússa upp alla veggi svo að það versta var pússað og svo spartslað í restina.
Svona glasvefur kostar tæpar 5 dkkr fermetrinn og hvít málning með gljástig 10 kostaði um 70 dkkr 2,5 lítrar sem var nóg á eldhúsið.
Við settum hvítan panil á loftið og það kostaði milli 6 og 700 dkkr á loftið hjá okkur (erfitt að áætla þar sem við keyptum mikið af þessu og notuðum á fleiri stöðum í húsinu)
Eldhúsinnréttingin er með kirsuberjaviðaráferð og borðplatan er með granitáferð.
Eldhúsinnréttingin kostaði tæp 9000 dkkr með borðplötu og listum.
Dúkurinn kostaði 25 dkkr pr fermeter.
Eldavélahellan kostaði 1600 dkkr, ofninn kostaði 1999 dkkr og viftan kostaði 900 dkkr.
Uppþvottavélina og ísskápinn átti ég sjálf fyrir.
Við létum setja upp nýja rafmagnstöflu þar sem gamla taflan var alveg hrikalega gömul með svona gamaldags öryggjum sem sprungu en ekki svona útsláttaröryggjum, það kostaði tæp 5000 dkkr með nýjum mæli og uppsetningu og öllu.