Húsakaup og framkvæmdir Jæja þá erum við búin að kaupa húsið sem ég skrifaði um hérna um daginn.

Það er mikið sem þarf að gera breita og laga þar.

Við erum byrjuð á eldhúsinu, byrjuðum á að taka niður gömlu innréttinguna og hreinsa betrekk af veggjum, það voru nokkur lög af betrekki á veggjonum og það var hægt að sjá þá tísku sem hefur verið síðustu 50 ár.

Þegar flísarnar sem voru á milli í innréttingunni voru teknar niður þá kom í ljós hellings holrúm þar undir ásamt gömlu vatnsröri sem ekki var notað í neitt, það var eins og það hefði verið kleest múr á bak við hverja flís og hún látin á vegginn en ekki múrað undir flísarnar (veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu) einnig komu í ljós göt undir betrekkinu sem ekki hefur verið spartslað í þannig að við verðum að pússa eldhúsið upp á nýtt nánast.

Ég hef hugsað mér að skrifa nokkrar greinar um þessar framkvæmdir okkar, og þegar kemur að uppl. um kostnað þá er það allt í dönskum krónum þar sem við búum í danmörk.