Hér átti ég heima Já hér átti ég heima júní 2003 - ágúst 2006. Nú er reyndar búið að mála húsið appelsínugult:D
En já þetta er gamall barnaskóli og er 600 fermetrar að stærð, nokkuð næs. En húsinu er samt skipt í 200 fermetra íbúð og svo skólahúsnæðið sjálft, tvær risastórar stofur með mjög hátt til lofts og bókasafn á efri hæðinni + risa gangur. Á neðri hæðinni er svo fullt af klósettum og ýmis rými, sem voru síðan skipulögð uppá nýtt, því mamma var með vinnustofu í húsinu:)
Ágætis hús svosem. En vesen þegar síminn hringdi og finna þurfti manneskju. Gat verið mikil hlaup oft. Þess vegna nennti ég kannski ekki það oft að svara 8-)
Þessi mynd er tekin þegar heitavatnsleiðsla sprakk og fullt af heitu vatni flæddi útum allt og læti.