Þeir sem hafa gaman að föndri almennt geta notað sér það sem hægt er að finna úti.
Til dæmis þegar ég var sem mest að föndra á íslandi þá fannst mér rosalega gaman að finna mér einhverja óræk eða fara uppí Heiðmörk að leita mér að efni.
Það er hægt að finna trébúta og gamalt efni frá byggingum til að nota í grunn svo má skreita með þurrkuðum blómum eða jurtum eða einhverju öðru sem er hægt að finna úti, einnig er sniðugt að þurrka sjálfur epli, appelsínur og aðra ávexti, svo er að skella sér á markaðinn hjá mæðrastyrksnefnd eða Hjálpræðisherinn og finna einhvað af gömlum fatnaði eða efnispjötlum til að nota með.
Það er hægt að tala við þær sem eru að selja þarna og þá fær maður hjálp með að finna einhvað sem maður þarf jafnvel ekkert að borga fyrir. Svo er að sníkja gamla málningu hjá vinum og ættingjum eða að kaupa svona prufuliti eða málningu sem er á niðursettu verði hjá þeim verslunum sem selja slíkt (ég veit að Húsasmiðjan selur flotta liti sem hafa einhvað mislukkast í blöndun fyrir lítið).
Þannig að það er hægt að sleppa með nánast engan kostnað við þetta.