Er með fallega 41m2, 2 herbergja íbúð á fimmtu hæð í Breiðholtinu til sölu.
Komið er inn í lítið hol með fatahengi. Baðherbergi flísalagt með ljósum flísum við sturtu, sturtuklefi. Björt stofa með fallegu útsýni til austurs. Eldhúskrókur er með fallegri ljósri viðarinnréttingu sem er nýleg síðan 2008, dökkar borðplötur, flísar á milli skápa. Svefnherbergi er með tvöföldum fataskáp og útgengi út svalir til austurs. Í sameign er sér geymsla íbúðar ásamt frystihólfi fyrir hverja íbúð. Sameignin er snyrtileg og vel við haldið. Hús í góðu viðhaldi.
Ískápur getur fylgt íbúðinni frítt ef kaupandi vill.

Við hlið blokkarinnar er lítil verslunarmiðstöð sem hefur m.a. bónus og aðrar verslanir svo það er stutt að fara. Næsta sjoppa er heldur ekki langt í burtu og strætóskýli nánast þarna upp við líka.
Lánið er hjá Íslandsbanka, fasteignasalan Bær sér um sölu.

Gæludýr eru ekki leyfð í blokkinni.

Lánið hefur farið í gegnum 110% niðurfellinguna og afborganir af láninu með rafmagni, hita og hússjóð eru ekki miklar. Fasteignagjöld eru greidd mánaðarlega með afborguninni.
Vinsamlegast hafið samband við mig hér  eða við fasteignasalann á http://fasteignasalan.is/soluskra/eign/245550

Soffía

Stoltasta mamma í heimi! :D