Fann ekki neinn annan stað við hæfi til þess að spurja að þessu og datt helst í hug að hér væri að finna einhver svör eða ráð.

Í ágúst á seinasta ári skilaði ég íbúð sem ég var með á leigu, eftir að hafa staðið í ströngu í tvo daga við að þrífa kom í heimsókn maður sem gera átti úttekt á íbúðinni og ég myndi svo skila henni til. Nokkrir gallar voru á skilunum, stóll brotinn, haldafang á ískápnum og hljómflutningsgræjur sem fylgdu með voru víst í einhverju annarlegu ástandi þó svo þær hefðu aldrei verið snertar og geymdar inní skáp allt leigutímabilið

En gott og vel, maðurinn sagði að hér væri illa þrifið (sem móðgaði mig pínulítið eftir alla mína vinnu.) og sagði að það þyrfti að ráða menn í að þrífa og það gæti kostað allt að 100 þúsund á minn reikning.

tæpum 5 mánuðum seinna fæ ég svo reikning sendan heim sem hljómar uppá hvorki meira né minna en 219 þúsund krónur. Þar af 68 þúsund fyrir þrif, kringum 50 þúsund fyrir skemmdir og 100 þúsund krónur fyrir málun sem mér er nú sagt að hafi verið gerð út af reykingarlykt.

Ég reyki sjálfur en meðleigjendur mínir ekki, aldrei var reykt í íbúðinni heldur bara fyrir utan og ekki reykt nálægt íbúðinni seinustu 3 mánuðina af leigutímabilinu þar sem ég var fluttur til reyjavíkur. Íbúðin var þrifin hátt og lágt en já, greinilega var mikil þörf á þessu.

Ég bara spyr, hvert getur maður snúið sér í svona málum, þeir sem ég tala við hjá byggingafélagi námsmanna vilja meina að ég geti ekkert gert, þetta sé skylda mín að greiða þetta og jú þrifin og skemmdirnar get ég alveg sætt mig við, þó svo reikningurinn fyrir þrifin sé út í hött. En að borga 100 þúsund krónur fyrir eithvað sem er bara hrein og bein lygi að þeirra hálfu (og var ekkert minnst á af aðilanum sem tók við íbúðinni.) er bara lélegt grín út af fyrir sig.

Kveðja með fyrirfram þökk, -Bláfátækur námsmaður. :(