Er einhver hérna sem getur leiðbeint mér með borðuppþvottavél ?

Var að fá svoleiðis fyrir nokkru og gengur ekkert að þvo í henni. Ég keypti hana “notaða”, hún hafði verið keypt en aldrei notuð en það fylgdi enginn leiðarvísir með.
Sama hvað ég geri þá koma glösin og diskarnir alltaf út með einhverju hvítu á. Ég hef prófað að setja lítið þvottaefni, bæði kubba og duft og hef líka prófað að setja ekkert þvottaefni en það kemur alltaf skítugt til baka..

Einhverjar tillögur, hvað er ég að gera vitlaust ?