Ég er að verða brjáluð á þessum köngulóm! Er með kærastanum í íbúð á jarðhæð og það er ekkert smá pirrandi að þurfa að tína þetta af gólfinu eða veggjum. Mér er farið að finnast við vera algjörir sóðar, eins og þetta komi af óþrifnaði eða eitthvað? Málið er að það er allt hreint hérna hjá okkur en samt skríður þetta inn…

Þær komast einhvern veginn inná bað líka sem ég skil ekki því baðherbergið er langt frá útidyrahurðinni og enginn gluggi..

Veit einhver hér hvernig er hægt að losna við þetta?