Ég er að leita að sófa 2-3 sæta venjulega, horn eða “tungu” er það kallað það?… einhvern sem étur mann og maður stendur ekki upp fyrr en maður vaknar daginn eftir og fattar að maður er að verða of seinn í vinnuna.

Einhverjar hugmyndir um húsgagnaverslanir með sófum á heilbrigðu verði eða er það kannski óraunhæft að biðja um það á íslandi í dag?

Ég hef aldrei verslað mér húsgögn sjálfur enn sem komið er og núna reynir á ykkur að hjálpa mér :D takk takk!