Þannig er mál með vexti að ég er farinn að spá í það að kaupa mér íbúð. Ætla nú að hafa fyrstu íbúðina ódýra bara. Er búinn að rekast á íbúðir allt að 70-80 fermetra fyrir undir 14 milljónum. En vandamálið er að það er svo margt af þessum íbúðum í breiðholtinu. Ég var búinn að lofa sjálfum mér því að flytja alldrei í beiðholtið. Búinn að búa í garðabæ allt mitt líf. Hefði náttúrlega viljað búa áfram í garðabæ enda besta bæjarfélag á landinu. Inniheldur meðal annars flottasta hverfi íslands (arnarnesið) en það er nú önnur saga.

Mér leyst ágætlega á eina íbúð sem ég sá í breiðholti en vandamálið er staðsetningin. Búið að segja mér að það búi bara dópistar og ólöglegir innflytjendur í breiðholti og maður sé bara ekki öruggur um eigið líf þar.. Er þetta satt? Ætla ekki að búa þarna alltaf en vill fá hjá ykkur upplýsingar um galla þess að búa þarna. Eru einhverjir staðir þarna betri en aðrir. Er nú aðalega að spá í þessu vegna þess hve íbúðirnar virðast ódýrar.

Komið með kosti og galla yfir breiðholt. Er bara að spá í þetta eins og ég segi vegna þess að þetta er ódýrara en margt annað. En hér er maður kannski farinn að fórna peningum fyrir gæði?
Cinemeccanica