Sælt veri fólkið.

Ég er í þvílíki veseni með rúmfatalagerinn! Á laugardag fór ég og ætlaði að kaupa 140x200 cm rúm. En þá var eitthvað vesen með að það væri inni á einhverjum lager sem opnaði ekki fyrr en á mánudag og mér var sagt að koma aftur á mánudag. Ég fór þangað í gær, búin að redda mér fari fyrir rúmið, en þá var eitthvað mesen með að lagerinn var læstur OG að rúmin væru enn inni í einhverjum gámi. Strákurinn sem afgreiddi mig gaf mér fría heimsendingu og sagði að þetta myndi koma á milli kl 18 og 22 í dag. Klukkan er orðin hálf 11 og ég hef ekkert heyrt í neinum Og er orðin frekar þreytt á því að sofa á gólfinu!

Þessi korkur er aðallega bara útrás.
Hafið þið einhverntíman lent í svona veseni með rúmfatalagerinn??