Er að pæla í að kaupa mér einn sófa í stofuna, sennilega “tungusófa” en ég er að meina svona 3-4 manna sófa þar sem einn endinn er með svona tungu, s.s. þannig maður getur legið í sófanum en snúið að sjónvarpinu..

Ætla mér að eyða 80-120 þúsund kannski örlítið meira ef ég finn góðan sófa. Nú er spurningin.. hvar er gott að kaupa góðan sófa á þessu verðbili? Þarf að vera flottur og þægilegur, svona sófi sem hægt er að kúra í heilu kvöldin en lookar samt vel, og hefur góða endingu.

Og mæliði með einhverjum sérstökum sófa? merki eða svoleiðis. Held ég vilji brúnleiddan lit á sófann en er ekki viss.