Það er eitt sniðugt sem við í fjölskyldunni minni gerum oft fyrir páskana.

Maður setur hýðið utan af lauk utan um egg, vefur það inn í tusku og bindur með svona sláturgarni. Svo sýður maður eggin og þau verða rosalega flott á litin. Það er líka hægt bara að borða eggin svona, ekkert vesen með að blása úr eggjunum og mála þau. Það er örugglega líka hægt að nota eitthvað fleira sem er með litarefnum ef maður vill aðra liti. Þessi egg verða samt mjög flott :)

Gleðilega páska! (ef einhver les þetta …)