Ég er frekar ný í þessum “föndurbransa” og hef verið að dunda mér við að búa til íkonamyndir (nota sprungulakk, antikolíu o.þ.h.) .. Núna langar mig að prufa e-ð nýtt þar sem jólafríið er alveg að byrja og maður hefur allan tíma í heimi (svona nánast) :) Það sem er efst í huga mér er að geta búið til þrívíddarmyndir (skiljiði hvað ég á við?) Er einhver föndrari hér sem nennir að útskýra fyrir mér hvernig á að gera svoleiðis? Ég er búin að leita á netinu að leiðbeiningum en finn bara engar þannig síður á íslensku…
:)