veit ekki hvort þetta passi hérna eða ekki en mig langar bara til þess að tala um fasteignir og hversu mikið það kostar að fá þak yfir höfði sér.
Ég las í dag í fréttablaðinu um að á seinustu 15 árum held ég hafi fasteignir hækkað um 150 prósent.
Fólk á aldur við mig (16) á varla eftir að eiga nóg fyrur húsaskjóli þegar það fer að búa.
Tökum dæmi. Það er hús við hliðina á mínu húsi til sölu. 65 fermetrar og það á að seljast á 15 milljónir. Garðurinn er illa hellulagður og með villtum gróðri, húsið frekar lítið, eitt svefnherbergi, lítið klósett og opið eldhús inn í stofuna. Mjög sætt hús reyndar en það þarf að laga það aðeins hér og þar. Í fyrstu var smá verið að skoða það, ein og ein manneskja, en nú er allt dautt..manneskjan á aldrei eftir að selja þetta hús.
En í greininni sem ég las í dag (20.feb.) var sagt að maður væri heppinn að fá íbúð þar sem að fermetrinn kostar minna en 170 þúsund. Samkvæmt mínum útreikningum kostar fermetrinn á húsinu sem að ég var að tala um áðan um 230.769 krónur. Ofan á það er húsið hálf friðað og þá má voða lítið gera við húsið. það er ekkert bílastæði fyrir utan, eða kallast varla bílastæði, bara eintóm möl.
Hvað er að ske? Hvað gerist í framtíðinni? Mig langar bara að vita ykkar skoðun :)
Takk fyrir mig.