Mér datt í hug að skrifa um herbergið mitt þegar Malcom skrifaði um herbergið sitt. Sú grein heitir “Smá sérstakt sem allir ættu að skoða” og þú getur lesið hana ef þú vilt.

En herbergið mitt er hálfgert Manchester United herbergi. Það er rautt og hvítt og svona Manchester borði á veggnum. Ég gerði þetta þegar ég var yngri og núna finnst mér þetta ekki vera jafn flott lengur. Inni í herberginu er auðvitað rúm sem er 90 cm og bókahilla þar sem ég geimi allar bækurnar mínar, geislaspilarann minn og stytturnar mínar. Svo er skrifborð sem ég læri við en því miður á ég engann skrifborðstól svo ég nota bara eldhússtól. Svo er líka fataskápur sem ég geymi auðvitað fötin mín í. Einnig er rafmagnsgítar sem frændi minn lánaði mér inni í herberginu mínu.

Ég er ekki oft inni í herberinu mín en ég sef bara og læri þar, svo er ég með annað herbergi þar sem vinirnir mínir koma inn og þar er talvan mín og allt sem ég þarf að nota á daginn.

Kveðja Birki