Ég var að fá gefins rúmlega 50 ára gamalt snyrtiborð með stól. Þetta er mjög flott borð með spegli og langar mig að vita hvort að einhver veit hvernig maður gerir svona upp án þess að skemma það? Þetta er úr dökkbrúnum við og þarf að bólstra stólinn upp á nýtt, ég hugsa að ég reddi því auðveldlega. Er kannski bara best að láta fagmann sjá um þetta eða getur maður pússað þetta upp og bæsað???? Vonandi fæ ég einhver svör hérna.