Mér finnst mjög leiðinlegt hvað það eru margar
reglur fyrir krakka á heimilum.
Alla vega á mínu heimili.
Það er bannað að vera úti nema til klukkan 9:00 nema
með fylgd með fullorðnum.
Já ég ætla bara að skreppa með mömmu og pabba út
í sparkó með hinum krökkunum (Not)
Svo má ekki hoppa í sófanum eða í rúminu sínu.
Bannað að lesa og horfa á sjónvarpið í einu því þá getur
maður ekki lært neitt af viti.
Ég meina það er vitleysa!!!!!!!
Endalausar reglur þvers og kruss…ÓÞOLANDI!!!!
Það er líka bannað að vera lengur en hálftíma
í tölvuni því þá breytast augun í manni í endalaus
göng sem aldrei enda..
Allir verða að taka til í herberginu sínu á ÖLLUM
Sunnudögum.
Ömurlegt.