Þannig er mál að vexti að ég hef verið að hugsa um að flytja að heiman. Vinur minn er líka að fara að flytja að heiman og við erum að pæla í að leigja saman. (það yrði líka gott fyrir mömmu mína að ég mundi flytja út) En aðalmálið er að ég hef aldrei verið sjálfstætt búandi manneskja, var skiptinemi í eitt ár þannig að ég get alveg verið frá foreldrum mínum, held ég sé aðallega hrædd við að standa ein fjárhagslega séð.
Þess vegna langar mig að spurja ykkur hversu mikil útgjöldin eru? Við ætlum að reyna að leigja íbúð fyrir hámark 50.000kr (hún verður lítil en það verður bara að hafa það), ég er ekki í vinnu einsog er, er í skóla og stefni á stúdent vor 2004. Ég mundi að sjálfsögðu finna mér vinnu með skóla en samt, ég hef pælt í því hversu mikill matarpeningurinn verði, rakakrem (alveg bráðnauðsynlegt fyrir mig) og dömubindi, pillan og fleira stelpudót. Það hlýtur að vera nokkuð augljóst að það eru helst konur sem geta svarað þessu. Sem betur fer hætti ég að reykja fyrir tveimur vikum þannig að þar sparar maður sér nokkra þúsundkalla á mánuði.
En endilega, það væri gott ef þið gætuð gefið mér svona cirka eitthvað.