Ég hef bara aldrei lent í þessu… við vorum með skötu á þorláksmessu, eins og alltaf, og núna losnum við bara ekki við fýluna úr íbúðinni. Maður gengur á vegg þegar maður kemur að utan. Við búum reyndar í lítilli blokkaríbúð núnam, og vorum með allt opið uppá gátt þegar við elduðum skötuna. Við erum búin að taka niður gardínur og þvo, skúragólf og nota allskonar ilmdót og kerti en ekkert virkar. Hvað er hægt að gera?!?!!?
kveðja alsig