Datt í hug að athuga hvort ekki væri einhver sem lumaði á uppl. um hvernig er best að hreinsa silfur ?
Ég á svona silfur diska og kertastjaka sem ég þarf að hreinsa en ég lendi alltaf í sama vanda þegar ég nota þennan hreinsilög sem fæst í búðum því að ég næ ekki að hreinsa nógu vel uppúr munstrinu. Það á víst að vera til einhver aðferð þar sem silfrið er sett í pott með einhverju efni og þá á að vera hægt að ná úr munstrinu líka, ef einhver kann þetta þá vinsamlega segið mér frá.