Góður andi í húsinu. Sæl og blessuð :-)

Hafið þið tekið eftir því hvernig manni líður mismunandi vel inni í húsum/íbúðum?
Ef manni líður vel er gjarnan talað um góða anda, eins og það fylgi íbúðinni/húsinu.

Ég var t.d. á ferðalagi í sumar og við vorum á ferðalagi um vestfirðina og ætluðum að vera í einhverju húsi í eina nótt. Þegar við komum þangað var þetta pínulítið gamalt hús sem minnti á gamaldags sveitahús. Allt var gamalt, húsgögnin, eldavélin, ekkert sjónvarp, það eina sem var ekki gamalt var klósettið! (Það hefði nú ekki verið mjög þægilegt að nota kamar :Þ) Við bjuggumst við óþægilegri nóttu í kulda og óþægilegum rúmum!
Daginn eftir þegar allir voru komnir á fætur fórum við að tala um hvað við höfðum sofið óvenju vel, það var eins og eitthvað fylgdi húsinu, eitthvað sem manni leið vel í, eins og svefninn!
Mér finnst t.d. allt öðruvísi að koma inn í gamalt hús hjá gömlu fólki en nýbyggðar íbúðir hjá ungu fólki. Mér fannst t.d. rosalega gott að vera hjá ömmu minni því mér leið eitthvað svo vel þar! Ég er ekki að segja að manni líður illa í nýjum íbúðum, heldur getur það líka farið eftir þeim sem eiga heima þar.

Ég held að öll hús/íbúðir séu með sína ,,góðu anda" , það fylgir þeim örugglega :-)

Hafiði ekki tekið eftir þessu?

P.S. Nei, ég vildi frekar láta þetta hér en á dulspeki, svo ekki spurja, takk!

Kv. hegga