Húsið mitt Eins og margir vita þá bý ég í Danmörk og líkar rosalega vel.
Hérna er ódýrara að lifa að flestu leiti.
Við búum útí sveit og leigjum hérna 200 fermetra hús fyrir 4000 dkkr á mánuði. Húsið er byggt rétt fyrir stríðsárin og það eru svona skúmaskot um allt. T.d. þá er nánast hægt að fara undir súðina eftir endilöngu húsinu báðum megin, þegar við fluttum hingað þá vorum við að tala um að það gæti meira en verið að það hefðu verið flóttamenn faldir undir súðinni hérna eins og var svo mikið gert á þeim árum. Húsið er byggt með verslunarplássi sem er um 30 fermetrar og hérna var rekin verslun í mörg ár.
Hérna er veðurfarið allt annað en á Íslandi, gróðurinn er ennþá í vexti og ég þarf að fara að slá blettinn hjá mér næstu daga. Síðasta ár þá vorum við að slá grasið fram í november og mér sýnist að það verði það sama núna.