Hæ. Ég er að fara mála herbergið mitt og ég er í svolitlum vandræðum að láta komandi lit passa saman við gluggatjöldin sem ég er þegar búin að ákveða litinn á.
Gluggatjöldin eru gul eins og liturinn í utan “P” merkið sem á að þýða innskráður notandi. Ég er mjög litaglöð og vill því ekki hvítan lit á vegginn eða t.d. bláan eins og sænski fáninn. Hvaða litur fer best og er smekklegur á veggina við gulu gluggatjöldin hjá mér?! Má helst ekki vera of dökkur því þá virðist herbergið minna fyrir augum. Einnig langar mig að hafa kannski sérstaka áferð og veit einhver um aðra aðferð en að “svampa” vegginn.

Í von um einhverja hjálp!

cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)