Sæl!

Ég er að pæla í því að breyta herberginu mínu.
Málið er að ég veit ekki alveg hvernig ég á að gera það! Hvað er þægilegast?
Þess vegna leita ég til ykkar, góðu notendur,til þess að þið getið gefið mér hugmyndir.

Ég bjó til mynd til skýringar, ég vona bara að hún komi með.
En hérna er allaveganna smá útskýring: Þegar maður labbar inn er náttborð og rúmið mitt á vinstri hönd og skápur á þeirri hægri,
Glugginn og gluggakistan er á móti hurðinni og við gluggakistuna er skrifborð. Við enda rúmsins,( sem snýr höfuðgaflinum hurðarmegin) er hilla. Þar myndast óþarfapláss. Við hliðina á skápnum eru skúffur. Þar með er skrifborðstóll, sjónvarp, útvarpstæki, kattarsandkassi, köttur og fullt af drasli.

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir um hvernig ég eigi að breyta, þ.e. ef þið botnuðuð eitthvað í þessu, segið mér þær endilega!

Kveðja,
Hegga