Gott að eiga í rafmagnsleysi <p>Ég lenti í rafmagnsleysi í gær (bý í Breiðholti/Hólunum) og komst að svolitlu! Ég er ekki vel undirbúinn fyrir rafmagnsleysi. Ég á ekki einusinni batteríisútvarp, bara nokkur sprittkerti.</p>
<p>Því langar mig að koma á framfæri smá lista sem ég ætla að uppfylla sem fyrst, svo að ég lendi ekki í vandræðum aftur. Gott að hafa tilbúið þegar veturinn kemur. ATH: Þessi listi á ekki á nokkurn hátt að vera viðlagalisti vegna einhverskonar hættu heldur bara svo að maður lendi ekki í vandræðum ef rafmagnið fer af í lengri eða skemmri tíma (ef rafmagnið fer af einhverju svæði, ekki einu húsi).</p>
<ul>
<li><b>Vasaljós.</b> Það er alltaf gott að vera með vasaljós ef maður þarf að fara eitthvað um hýbíli sín eða út.</li>
<li><b>Tjaldljós.</b> Þau lýsa upp heilt herbergi og er gott að hafa þar sem allir halda sig, t.d. í stofunni. Munurinn á vasaljósi og þessu er að vasaljósið lýsir bara í ákveðna átt og það er óþolandi þegar einhver beinir ljósinu framan í mann, því er betra að hafa rafhlöðuljós sem lýsir stórt svæði.</li>
<li><b>Rafhlöður.</b> Ef rafmagnsleysið ætlar að vara lengi er gott að eiga varabatterí. Ath: Passa að rafhlöðurnar séu af réttri stærð og tegund (slæmt að eiga 10 stk. AAA þegar maður þarf 1 stk. af AA).</li>
<li><b>Kerti og kveikjara.</b> Það er meira kósí en vasaljósin, gott ef fólk vill segja draugasögur eða hafa svoldið rómó. Þá slekkur maður á vasaljósunum og kveikir á kertunum…<ul><li>Passið bara kertin vel, séstaklega ef börnin eru vakandi. Ég veit að það þarf varla að nefna þetta en listinn á að vera fullkominn :) Það væri slæmt að kveikja í húsinu ofan á allt saman.</li></ul></li>
<li><b>Lítinn varaaflgjafa.</b> Hvað er verra en að skrifa heila ritgerð og gleyma að vista? Ég nefni lítinn vegna þess að ég hef sjálfur ekki þörf fyrir stærri bara rétt til að geta gengið frá því sem ég er að gera eða leyfa prentaranum að klára. Einnig getur verið gott að vera með annan hjá sjónvarpinu eða útvarpi. Varaaflgjafar eru svo dýrir að maður týmir ekki að kaupa stóra þegar maður þarf ekki á því að halda.</li>
<li><b>Lítið batteríisútvarp.</b> Ef rafmagnsleysið er mikið eða orsakast af einhverskonar hættuástandi þá má fá allar neyðarupplýsingar á Rás 1. Ef R1 nefnir rafmangsleysið ekki þá er það varla merkilegt. Vasadisktó með útvarpi gæti jafnvel dugað vel.</li>
<li><b>Spil, bók eða GameBoy.</b> Ef sjónvarpið virkar ekki, PC-tölvan ónothæf og öllum leiðist <i>þá</i> má grípa í spil. Blað og penni gæti jafvel dugað. Þeir sem ekki fíla venjuleg spil grípa þá bara bók eða GameBoy.</li>
<li><b>Stilla áminningu á GSM símann.</b> Menn þurfa að mæta í vinnu daginn eftir. Því er góð regla að stilla alltaf GSM símann, eða aðra klukku sem ekki er háð rafmagni úr veggnum, þegar áætlað er að vakan morguninn eftir. Hér skiptir engu hvort rafmagnsleysi sé þegar farið er að sofa því að þetta er góð regla almennt ef hefbundin vekjaraklukka (sem er háð utanaðkomandi rafmagni) klikkar.</li>
<li><b>Farðu út.</b> Nú er rétti tíminn til að fara í heimsókn eitthvert :)</li>
</ul>
<p>Ég bý í lyftublokk svo að ég læt það koma hér fram að athuga hvort einhver sé fastur í lyftunni.</p>
<p>Ekki gleyma að þegar rafmagnið fer af stórum svæðum (meira en eitt eða tvö hverfi) þá ætti bara að nota símann í neyð því að símaþjónusta getur takmarkas og þá þarf neyðarlínan o.fl. að hafa lausar línur (mig grunar þó að símtöl til 1-1-2 séu með forgang á símalínur). Munið að módem og ferjöld taka frá símalínur svo að Netið ætti ekki að vera í gangi.</p>
<p>Ef það er eitthvað sem ég gleymdi að nefna þá væri gaman að fá upplýsingar frá þér um hvað vantaði.</p
“Ef konur væru með 3 brjóst, væru menn þá með 3 hendur?”, boossmio