Nú er ég að spá í einingarhúsi. Samkvæmt heimasíðunni www.einingahus.is kostar 160m2 hús 10,2 millur. Mér finnst þetta svolítið gott til að vera satt og er handviss um að e-h hangir á spítunni =)
Þetta verð er fyrir utan lóð reyndar og ég er ekkert klár á hvað hún kostar.
Verðdæmi (júní 2002)

Hús 130 m2 að viðbættum 30 m2 bílskúr Alls 160 m2

160 m2 x 40.000,- = kr 6.400.000,-


Efnispakki 160 m2 hús
6.400.000

Uppsetning á húsi
2.000.000

Verkfræðivinna (Grunnur, lagnir, festingar ofl.)
450.000

Arkitektavinna (Teikningar skv. ósk kaupanda og samþykktir)
200.000

Raflagnahönnun (Teiknivinna og efni til raflagna)
750.000

Pípulagnir (Teiknihönnun og efni)
450.000

Alls (án lóðar)
10.250.000


Er mér að sjást e-h yfir? Er þetta virkilega allur kostnaðurinn??