Smá hugleiðingar Mig langar að taka það fram að þetta eru bara smá hugleiðingar frá mér sem mig langaði að deila með ykkur…


Nánast öll heimili í dag eru með raftæki af öllum stærðum og gerðum.
Það eru sjónvörp, þvottavélar, þurrkarar, ísskápar, eldavélar, örbylgjuofnar, tölvur og svona gæti ég lengi haldið áfram. Við notum þessi tæki oft á dag og gæti maður varla hugsað sér að vera án NEINS af þeim. Þokkalega yrði maður vængbrotinn ef að t.d. sjónvarpið klikkaði, eða þvottavélin, það skiptir í raun ekki máli hvaða tæki ég nefni því maður er orðinn svo ótrúlega háður þeim öllum!! Spáið aðeins í þessari þróun, með þessu áframhaldi þá verður framtíðin kannski þannig að við gerum EKKERT sjálf! Mér finnst hræðilegt til þess að hugsa. Manni finnst í raun ótrúlegt hvernig fólk fór að hérna áður fyrr.

Já heyrðu förum út í læk að þvo þvottinn með þvottabretti eða geymum matinn okkar aldrei í kæli!! Hvernig væri ef maður prófaði þetta? Guð minn góður!!

Sjáiði þetta fyrir ykkur?
Kveðja simaskra