Jæja nú þarf ég að fara að grafa upp saumavélarkunnáttuna (sem er gífurleg eða þannig) og annaðhvort sauma mér stofu- og svefnherbergisgardínur eða bara kaupa tilbúnar, ég er sko með gardínur í láni sem ég þarf að skila.
Þið sem eruð góðar (eða góð) í svoleiðis viljiði gefa mér ráð?? Hvar er best að kaupa sér efni í svoleiðis, ég er að spá í góðum efnum sem endast kannski í einhver ár, en samt langar mig í eitthvað sætt… úff þetta er snúið… Síðan langar mig í einhverjar dúllulegar gardínur í svefnherbergið, ég er bara hrædd um að ef ég fer eitthvað að rembast á saumavélina að ég klúðri þessu ekki alveg… Hvar getur maður keypt tilbúnar gardínur þá?? Hvernig er þetta hjá ykkur?

Kveðja tins
Kveðja simaskra