Ljós og ýmislegt flott í þeim efnum. Hæ,

Mig langaði til að benda á nokkur eintök af flottri hönnun á “lágu verði” og kanski blanda smávegis af flottri hönnun á háu verði með.

í þetta skiptið eru það ljós.

————
IQ-ljósið

Eitt flottasta ljósið þessa dagana og reyndar síðustu 30 ár, er IQ-ljósið. Ljósið samanstendur af 30 spjöldum sem eru sérstök í laginu sem má púsla saman, margir mismunandi möguleikar á lögun eru þar af leiðandi í boði. Einnig má kaupa sér fleirri spjöld, og púsla stærri ljós, því fleirri spjöld, því fleirri möguleikar. Ég held að maður hafi c.a. 20 mismunandi möguleika á samsetningum úr 30 eða færri spjöldum. t.d. getur maður sett saman 6 ljós úr 4 spjöldum hvert (sem væru þá frekar lítil og einföld), eða t.d. ílangt ljós úr 30 spjöldum eða kúlu úr 30 spjöldum. möguleikarnir eru nánast óþrjótandi, og velta næstum því bara á hugmyndaauðgi og þolinmæði viðkomandi aðila til að búa eitthvað til.

Hönnuður : Holger Strøm (danmörk)
Hönnunarárið : 1973
Sölustaðir :
Studiolux í gamla sjónvarpshúsinu við laugarveg.
Blómaverslunin við eiðistorg (seltjarnarnesi).

Verð : c.a. 10.000 fyrir pakka með 30 spjöldum,
c.a. 500 kall fyrir aukaspjöld,
c.a. 2000 kall fyrir snúru og ljósaperustæði.

veffang : http://www.iqlight.com/

————

Norm 69

Þetta er ljós sem mér þykir ótrúlega kúl, hægt að fá það í 2 litum, hvítu og ljós-base, og 2 stærðum, 42 cm og 51 cm (í þvermál).
Þetta er ljós sem er samsett úr 69 einingum, sem mynda einskonar vængi, það tekur reyndar óratíma að setja það saman, og einnig töluvert af þolinmæði, og mér fannst það svoldið flókið líka, ég var að ég held c.a. 3-4 klst að koma því saman. Þetta ljós er s.s. samsett eins og IQ ljósið en þessu ljósi er einungis hægt að koma saman á einn veg.

Hönnuður: Simon Karkov (danmörk)
Hönnunarár : 1969
Sölustaðir : EPAL (skeifunni)
Verð : stærra ljósið kostar 11.215.- og það minna 9.615.-
Veffang : http://www.normann-copenhagen.com/

————

Le Klint

Le klint er merki sem maður getur ekki slept því að telja með, en hérna er á ferð ótrúlega smart hönnun á ljósum. í uppáhaldi hjá mér er ljós sem kallast Model 172, sem er reyndar svolítið að slá í gegn þessa dagana. Það má t.d. líta augum á stöðum eins og Kaupfélaginu. Í þessari línu eru nokkur mjög smart ljós, og eru þau flest til í allavega 2 stærðum.

Hönnuður: le Klint (danmörk)
Sölustaðir : EPAL (skeifunni)
Verð : hafið samband við Epal, þessi ljós eru littlu dýrari en ljósin ofantöldu, en það fer eftir gerð og stærð.
Veffang : http://www.leklint.dk/engelsk/hang.html

————

Eight Fifty

Svallt ljós búið til úr vírkúlu og strekkböndum, já ekki ólíkum þeim sem þú getur keypt út í byko. Ótrúlega skemmtilegt ljós, sem greinilega er mikið föndur að setja saman. Þetta er hönnun sem allir geta haft gaman að.

Hönnuður: Claire Norcross
Sölustaðir : Habitat
Verð : að mig minnir rétt undir 13.000-
Veffang : http://www.habitat.net
og ljósið sjálft :
http://www.habitat.net/enlarge/850_view1_b.jpg

— ———————

Þetta eru s.s. flottu ódýru ljósin, sem maður þarf að setja saman sjálfur.

Í næsta klasa fyrir ofan eru ljós sem kosta c.a. 30-40 þúsund, en þau eru þá sérstaklega 2 sem ég fíla vel.
———–
ljósið : Jack Light
Hönnuðurinn : Tom Dixon
hægt að fá í mörgum litum, kostar c.a. 45 þúsund í útlöndum (á netinu)
Þetta er ljós sem má t.d. sitja á eða nota sem borðfót eða hvað sem þér dettur í hug, það er sérkennilegt í laginu og líklega er erfitt að hengja það upp í loft, en það er engu að síður mjög kúl.
———–
ljósið : EuroLounge Sticklight
Hönnuðurinn : Michael Young
ártal : 1999
Geðveikt ljós, þeir sem vita ekkert hvað ég er að tala um geta horft á “the lick” á MTV og tekið eftir ljósinu þar. Ílangt ljós, með belg á miðjunni, alveg algjör öskrandi snilld.
Það voru líka nokkur svona ljós á astro einusinni, hef reyndar ekki komið þangað í langan tíma, þ.a. ég hef ekki hugmynd um hvort þau eru þar enþá, en Michael Young hannaði einmitt Astró á sínum tíma.

Fann það einhverntíman online á morph.co.uk á c.a. 40.000 kr, en sú síða er í lamasessi þessa dagana.

Góð mynd : http://www.artificial.de/html/designer/myoung/01.html
veffang : http://michael-young.com
———–

Þá er bara eftir að benda á ljósin sem enginn hefur efni á.

Það flottasta í þeim geira (að mínu mati) er nánast allt sem kemur frá Ingo Maurer.
tékkið á honum, á http://www.ingo-maurer.com.


Hinn aðillinn í þeim geira er Poul Henningsen, en hann hannaði ljósið PH Artichoke, fyrir louis poulsen, sem fæst í epal, fyrir einhver hundruð þúsunda.
tékkið á því, á http://www.louis-poulsen.com/lighting/catalogue/produkt er/visprodukt.asp?prod=30100&grp=3


Látum þessari umfjöllun þá lokið í bili, ég þruma kanski svona greinum inn annað slagið, þá kanski um e-ð annað næst.

bestu kveðjur
reynir.net